Jón Orri Ólafsson nýr þjálfari Einherja

Í dag skrifaði knattspyrnuþjálfarinn Jón Orri Ólafsson undir samning hjá Einherja en samningurinn gildir út knattspyrnutímabilið í ár.

Jón Orri er Vopnfirðingur og lék hann með Einherja tímabilin 2012 til 2014 en áður hafði hann leikið fjölmörg tímabil fyrir Fram í efstu deild.

Jón Orri hefur áður þjálfað Einherja en það var sumarið 2018 og lenti Einherji þá í sjötta sæti í 3. deild en aðeins fjórum stigum frá toppsætinu.

Þeir Símon Svavarsson og Ívar Örn Grétarsson, fyrrum leikmenn Einherja, verða Jóni til halds og traust í sumar.

Einherji er sem stendur í neðsta sæti 3. deildar með sjö stig eftir ellefu leiki og tekur Jón því við liðinu í erfiðri stöðu. „Stjórn Einherja er virkilega spennt fyrir ráðningunni sem og Jón Orri sjálfur. Hann hefur störf strax í dag og mun stýra liðinu gegn KFG í Garðabænum um næstu helgi,“ segir í fréttatilkynningu Einherja um ráðninguna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.