Jóna Guðlaug og María Rún í gullhópnum

María Rún Karlsdóttir og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir voru í íslenska landsliðshópnum sem fór með sigur af hólmi á Evrópumóti smáþjóða í blaki. Jóna Guðlaug átti sérlega góða daga á mótinu.


Þegar uppi var staðið var Jóna Guðlaug valin mikilvægasti leikmaður mótsins auk þess að komast í draumalið þess.

Íslenska liðið byrjað á tapi gegn Skotum enn vann síðan Færeyjar, Lúxemborg og loks Kýpur nokkuð örugglega. Fyrir mótið var stefnan hjá íslenska liðinu sett á verðlaunasæti.

María Rún átti frábæran leik gegn Færeyjum og var besti maður vallarins samkvæmt tölfræði leiksins en Jóna Guðlaug skoraði flest stig með smössum.

Jóna var síðan stigahæst á vellinum gegn Lúxemborg og stigahæst íslenska liðsins gegn Kýpur.

Jóna Guðlaug er alin upp í Þrótti Neskaupstað en spilar nú með Örebro Volley í Svíþjóð. María Rún hefur verið lykilmaður í liði Þróttar síðustu tímabil.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.