Knattspyrna: Bæði lið fögnuðu á Vilhjálmsvelli - Myndir

Leikmenn bæði Hattar/Hugins og Ægis úr Þorlákshöfn fögnuðu að loknum leik liðanna í lokaumferð þriðju deildar karla í knattspyrnu í dag. Ægir vann 1-2 en bæði lið leika í annarri deild að ári.

Meira var undir fyrir gestina í dag sem voru jafnir KFG að stigum í öðru sætinu, en með betra markahlutfall. Höttur/Huginn hafði hins vegar tryggt sér sigur í deildinni.

Arilíus Óskarsson kom Ægi yfir á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Manuel Garcia jafnaði fyrir Hött/Huginn á 58. mínútu en Ægismenn komust aftur yfir á 70. mínútu þegar heimamenn glopruðu boltanum frá sér við að spila honum út úr vörninni. Brynjólfur Þór Eyþórsson skoraði markið.

Ægismenn héldu áfram að sækja, enda var staðan sú að KFG var að vinna Sindra 3-0 og var því komið upp fyrir á markatölu. Höttur/Huginn fékk á móti fín færi, bæði fyrir nærri opnu marki og gott skot í stöng en tókst ekki að jafna.

Á 88. mínútu fékk Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, rautt spjald fyrir að tæklingu á Cristofer Rolin sem kominn var kominn í gegnum vörn heimamanna. Hvorugu liðinu tókst að skora meira.

En í Garðabæ tókst Sindramönnum að skora tvö mörk. Þótt KFG næði einu í viðbót og 4-2 sigri þýddi það að Ægir fer upp. Bæði lið enduðu með 41 stig og 13 mörk í plús, en Ægir skoraði 42 mörk í sumar en KFG 37.

Þess vegna voru það Ægismenn sem fögnuðu ákaft þegar leikurinn var flautaður af en svo var röðin komin að Hetti/Huginn að fá bikarinn og opna kampavínið.


Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0002 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0004 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0014 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0021 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0023 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0034 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0036 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0043 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0045 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0049 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0054 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0056 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0060 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0071 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0073 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0075 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0077 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0082 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0089 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0098 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0105 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0116 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0117 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0119 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0125 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0131 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0133 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0134 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0139 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0150 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0165 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0176 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0178 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0188 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0207 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0216 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0225 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0230 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0232 Web
Fotbolti Hottur Aegir Sept21 0239 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.