Knattspyrna: Öll austfirsku liðin komin af stað í Lengjubikarnum

Öll austfirsku liðin fjögur, sem spila í Lengjubikarnum í ár, áttu leiki um helgina. Önnur umferð var leikinn í keppninni hjá karlaliðunum meðan kvennaliðin spiluðu sína fyrstu leiki.

Karlaliðin léku bæði í Boganum á Akureyri, hvort á eftir öðru í gær en þau eru í B-deild í riðli með liðum af Norðurlandi.

KFA spilaði fyrri leikinn gegn Magna og vann hann 1-2. Daníel Michal Grzegorzsson skoraði fyrra markið á fjórðu mínútu en Adam Örn Guðmundsson, fyrrum leikmaður Fjarðabyggðar, jafnaði fyrir Magna á 38. mínútu. Arnór Berg Grétarsson skoraði sigurmark KFA á 84. mínútu. Liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína.

Höttur/Huginn lenti þrisvar undir gegn Fjallabyggð en tókst að jafna í öll skiptin. Þór Albertsson, Sæbjörn Guðlaugsson og loks Valdimari Brimir Hilmarsson, úr víti, skoruðu mörkin.

FHL spilaði heimaleik gegn ÍA í B-deild kvenna. Björg Gunnlaugsdóttir jafnaði leikinn fyrir KFA rétt fyrir leikhlé. Í C-deildinni tapaði Einherji 3-0 fyrir Völsungi á útivelli.

Mynd: Unnar Erlingsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.