Knattspyrna: Settu sér markmið um að vinna 8-0 – Myndir

Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis vann á sunnudag 8-0 stórsigur á Leikni Reykjavík í annarri deild kvenna í knattspyrnu en liðin léku á Reyðarfirði. Fyrirliði liðsins segist hafa fulla trú á að liðið geti blandað sér í toppbaráttu deildarinnar.

Leikurinn var frá upphafi einstefna að marki gestanna og strax eftir fimm mínútur var heimaliðið komið 2-0 yfir með mörkum Elísabetar Eir Hjálmarsdóttur og Julie Gavorski.

Jóhanna Lind Stefánsdóttir og Karyn Forbes bættu við mörkum fyrir hálfleik en í þeim seinni skoruðu Elísabet Eir og Julie sitt markið hvor auk þess sem Katrín Björg Pálsdóttir og Adna Mesetovic bættust á markaskoraralistann.

Steinunn Lilja Jóhannesdóttir, fyrirliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis var ánægð með frammistöðu liðsins í leikslok. „Við vorum með yfirhöndina allan tímann og spiluðum mjög vel. Markmiðið í dag var að vinna 8-0, við sögðum það inni í klefa fyrir leik. Við töldum okkur vera mikið betri.“

Þetta er annar sigur liðsins í sumar en deildin er nokkuð höfn. Völsungur frá Húsavík hefur tekið afgerandi forustu en Austfjarðaliðið er eitt fjögurra sem líklegt er til að fylgja þar á eftir. Leiknir Reykjavík er svo á botninum.

Næsta á liðið leik gegn Gróttu í lok næstu viku. „Við þurfum að stilla okkur aðeins betur saman en ég held að við getum verið í toppbaráttunni. Við munum skoða þennan leik til að sjá hvað við gerðum vel og taka það með í næsta leik gegn Gróttu sem er með mjög sterkt lið.“

Í annarri deild karla hefur Leiknir Fáskrúðsfirði farið frábærlega og er á toppnum með 15 stig eftir sjö umferðir. Liðið vann um helgina Selfoss á heimavelli 2-1. Sæþór Ívan Viðarsson og Unnar Ari Hansson skoruðu mörkin. Fjarðabyggð er í sjöunda sæti en liðið tapaði 2-0 fyrir ÍR á útivelli.

Austfirsku liðin tvö í þriðju deild karla hafa ekki farið vel af stað. Höttur/Huginn tapaði 0-3 fyrir Fjallabyggð á Ólafsfirði á laugardag og er heldur sér fyrir ofan fallsætið á markatölu. Einherji er með einu stigi meira en liðið tapaði sínum fyrsta heimaleik í sumar 1-2 fyrir Reyni Sandgerði. Fyrirliðinn Bjartur Aðalbjörnsson skoraði markið.

Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0006 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0007 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0011 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0012 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0013 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0016 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0020 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0023 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0031 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0039 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0050 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0059 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0062 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0064 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0072 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0076 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0077 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0097 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0102 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0104 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0108 Web
Fotbolti Fbyggd Hottur Leiknir Leiknirr Juni19 0126 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.