Körfubolti: Læti þegar Höttur tapaði fyrir Grindavík
Körfuknattleikssamband Íslands hefur til skoðunar atvik sem varð í hálfleik leiks Grindavíkur og Hattar þegar DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lenti saman. Grindvíkingar unnu leikinn sjálfan með yfirburðum.Grindavík komst í 11-0 og rúmar þrjár mínútur liðu áður en Hetti komst að koma niður körfu, sem var eitt vítaskot. Grindavík var 31-9 yfir eftir fyrsta leikhluta og 56-33 í hálfleik.
Atvikið sem yfirtekið hefur alla umræðu í leiknum varð þegar liðin voru komin aftur út á völlinn til að hita upp fyrir seinni hálfleikinn. Hattarmenn eru þar að skjóta á körfu sína þegar Kane kemur út á völlinn og röltir rólega að McCauley.
Einhver orðaskipti virðast þeirra á milli og Kane heldur í humátt á eftir McCauley í skot. Hattarmaðurinn snýr sér við og virðist ota fingri að Kane sem slær frá sér og virðist fara í andlit McCauley. Við þetta drífur aðra leikmenn að.
Dómarar leiksins voru enn inni í klefa en komu fljótlega á vettvang. Ekki urðu frekari handalögmál milli liðanna. Atvikið náðist á upptöku hjá Stöð 2. Í samtali við Vísi í morgun staðfesti framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands að atvikið væri til skoðunar.
Í viðtölum við Stöð 2 eftir leikinn sakaði hvor leikmaðurinn hinn um að hafa kýlt sig. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði tíma til kominn að tekið yrði á Kane sem hefði verið „djöfulsins bulli“ í eitt og hálft ár sem „ekkert tengdist körfubolta“.
Lætin breyttu engu um einstefnu leiksins. Grindavík var 81-53 yfir eftir þriðja leikhluta og vann loks leikinn 113-84. Adam Heede-Andersen var stigahæstur Hattar með 21 stig. Viðar sagði eftir leikinn að Hattarmenn hefðu í leiknum verið flatir og ósamstilltir og ekki náð að kveikja neinn neista.