Fimleikar: Tveir Austfirðingar í Evrópumeistaraliði

Tveir Austfirðingar eru í landsliði Íslands í flokki blandaðra liða sem í dag var Evrópumeistari í hópfimleikum.

Það eru þeir Bjartur Blær Hjaltason og Ásgeir Máni Ragnarsson. Báðir eru aldir upp hjá Hetti. Ásgeir er skráður í félagið en Bjartur Blær hefur að undanförnu keppt fyrir Stjörnuna.

Íslenska liðið fékk 51.600 stig, 200 stigum meira en Svíþjóð. Bretar urðu þriðju á mótinu sem haldið er í Bakú í Aserbaísjan.

Mynd: Fimleikasamband Íslands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.