Körfubolti: Selfyssingar lagðir á Selfossi
Höttur heldur áfram efsta sætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik en liðið vann Selfoss á útivelli 71-89 á föstudagskvöld.Höttur tók forustuna strax í byrjun og var yfir 19-23 eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn svöruðu fyrir sig í öðrum leikhluta og komust yfir 30-26 áður. Höttur átti góðan kafla í lokin og var 38-42 yfir í hálfleik.
Liðið hafði síðan góð tök í þriðja leikhluta og var yfir að honum loknum, 55-70. Selfyssingar áttu inni eitt loka áhlaup og minnkuðu muninn í 71-74 um miðjan fjórða leikhluta. Nær komust þeir ekki og Höttur settu niður 15 síðustu stigin.
Tim Guers átti skínandi leik í Hattarliðinu, skoraði 28 stig, tók 13 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Arturo Ferndanez setti niður 23 stig.
Höttur heldur tveggja stiga forskoti sínu á Hauka á toppi deildarinnar en Hafnafjarðarliðið á leik til góða. Höttur á mikilvægan leik á föstudagskvöld þegar liðið í þriðja sæti, Álftanes, kemur í heimsókn. Þrír fyrrum leikmenn Hattar eru leikmannahópi Álftaness.