Körfubolti: Slæmur kafli rétt fyrir leikhlé réði úrslitum gegn Tindastóli

16-1 kafli Tindastóls gegn Hetti réði úrslitum í leik liðanna í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Sauðárkróki í gærkvöldi.

Fyrsti leikhlut var nokkuð jafn, að honum loknum var heimaliðið 20-18 yfir. Það hélt áfram með að skora fyrstu sjö stigin í seinni hálfleik. Höttur átti þá sinn besta kafla í leiknum og jafnaði í 29-29.

En þá hrökk allt í baklás, Tindastóll skoraði fyrst 13 stig í röð og síðan þrjú í viðbót gegn einu áður en hálfleikurinn var úti. Í leikhléi voru Sauðkræklingar yfir, 45-30.

Þeir héldu áfram, komust fljótt í 20 stiga forustu, 52-32 en Höttur náði að minnka muninn í 61-52 áður en þriðja leikhluta lauk og komast í færi til að gera lokaáhlaup.

Það varð aldrei að veruleika. Tindastóll hélt áfram þægilegu 10 stiga forskoti og var síðan komið í 83-66 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Höttur skoraði þó síðustu fimm stigin þannig úrslitin urðu 83-71.

Deontaye Buskey var stigahæstur Hattar með 24 stig. Höttur er nú einn í 8. sæti deildarinnar með 10 stig úr 10 leikjum. Liðið á síðan leik gegn Hamri í Hveragerði í bikarkeppninni á sunnudag.

Mynd: Daníel Ceckic

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.