Körfuknattleikur: Brynja Líf í öðru sæti með U-16 á NM

Brynja Líf Júlíusdóttir úr Hetti var í íslenska landsliðinu sem um síðustu helgi lenti í öðru sæti á Norðurlandamóti U-16 ára sem haldið var í Kisakallio í Finnlandi.

Fyrstu úrslit mótsins voru gleðileg fyrir íslenska þjóðarsál þar sem stelpurnar rótburstuðu Norðmenn 90-24 og svo Dani 75-33. Síðan vann liðið Eistaland 80-70, tapaði fyrir Finnum 52-94 en vann Svía í lokaleik 69-58.

Brynja Líf spilaði þrjá leiki, gegn Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún lék að meðaltali um tíu mínútur í hverjum þeirra, setti niður þriggja stiga körfu gegn Noregi en skoraði tvö stig í hvorum hinna.

Sína bestu frammistöðu átti hún gegn Noregi, fékk þar sjö framlagsstig þar sem hvað mestu munaði um sex fráköst.

Heimaliðið, Finnland, vann mótið.

Brynja Líf þriðja frá hægri í fremri röð í treyju nr. 7. Mynd: Körfuknattleikssamband Íslands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.