Kvennalið Þróttar leikur til úrslita um bikarinn

blak_throttur_hk_bikar_0314_web.jpg
Kvennalið Þróttar Neskaupstað mætir HK í úrslitum bikarkeppninnar í blaki á morgun. Karlaliðið féll á móti úr leik í undanúrslitum gegn Stjörnunni.

Kvennaliðið mætti ríkjandi bikarmeisturum í Aftureldingu í undanúrslitum en liðin áttust við í úrslitaleiknum í fyrra.
 
Þróttur vann fyrstu hrinuna 25-21 en Afturelding aðra hrinu 18-25. Þróttur kláraði hins vegar síðustu hrinurnar tvær, 25-16 og 25-20 og leikinn þar með 3-1. 

Stigahæst í liði Þróttar Nes var Lauren Laquerre með 23 stig og Hulda Elma Eysteinsdóttir gerði 20 stig. Í liði Aftureldingar var Auður Anna Jónsdóttir stigahæst með 19 stig.

Karlaliðið féll hins vegar úr leik gegn Stjörnunni 1-3. Stjarnan vann fyrstu hrinu eftir mikla baráttu 23-25 og aðra hrinu 17-25. Þróttur svaraði fyrir sig í þriðju hrinu með 25-22 sigri en Stjarnan innsiglaði sigurinn í þeirri þriðju, 25-17.

Stigahæstu leikmenn í leiknum voru Kristófer Ólason Proppé með 16 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 15 stig í liði Stjörnunnar. Í liði Þróttar Nes var Valgeir Valgeirsson stigahæstur með 19 stig en Matthías Haraldsson og Hlöðver Hlöðversson gerðu 11 stig hvor. 

Úrslitaleikurinn verður klukkan 15:00 en andstæðingur Þróttar verður HK sem vann Stjörnuna 3-1 í hinum úrslitaleiknum. Leikurinn verður í sýndur í beinni útsendingu RÚV. Norðfirðingar ætla að safnast fyrir í heimabyggð á Pizzafirði þar sem sérstakt blaktilboð verður í gangi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.