Kvennatöltið fyrsta mótið í nýrri reiðhöll á Norðfirði

kvennatolt2011.jpegKvennatölt var haldið laugardaginn 5. mars í nýbyggðri reiðhöll hestamannafélagsins Blæs á Norðfirði, en það er fyrsta mótið sem haldið er í húsinu. Það voru Blæsfélagarnir Steinar Gunnarsson og Guðbjartur Hjálmarsson sem áttu veg og vanda að mótinu.

 

Keppt var í tveimur flokkum á mótinu. Í flokki 15 ára og yngri voru fjórar efnilegar stúlkur en í eldri flokki voru rúmlega þrjátíu skráningar frá konum víðsvegar af Austurlandi. Riðin voru A - og B úrslit í eldri flokki og gekk öll keppnin vel.

Verðlaunapeningar voru í boði fyrir fimm efstu sætin og farandgripur fyrir efsta sætið í eldri flokknum. Verðlaunin voru gefin af feðgunum Gunnari Jónssyni og Steinari Gunnarssyni og fjölskyldum þeirra í minningu Halldóru Jónsdóttur. Að auki fékk sigurvegarinn í flokknum 50.000 króna peningaverðlaun.

Úrslitin á mótinu voru sem hér segir:

Yngri flokkur
1. Þuríður Lillý Sigurðardóttir og Bessi frá Björgum
2. Andrea Guðbjartsdóttir og Kristall frá Naustum
3. Sigríður Theodóra Sigurðardóttir og Sproti frá Bárðartjörn
4. Elísabet Líf Theodórsdóttir og Saga frá Flögu

Eldri flokkur
1. Nikólína Rúnarsdóttir og Þytur frá Kollaleiru
2. Guðbjörg Friðjónsdóttir og Ófeigur frá Ey II
3. Guðrún Ásdís Eysteinsdóttir og Dalvar frá Tjarnarlandi
4. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Svala frá Syðstu-Grund
5. Helga Valbjörnsdóttir og Gusa frá Breiðabliki

Dómari mótsins var Þorvarður Ingimarsson frá Eyrarlandi, ritari Hjálmar Einarsson og þulir Jóna Árný Þórðardóttir og Ingólfur Arnarson.

Forsvarsmenn Blæs vilja koma þökkum á framfæri til þeirra sem gerðu mótið að veruleika. Þeir reikna meðað mótið verði árlegur viðburður þar sem keppt verði um farandbikarinn í sem gefinn var í minningu Halldóru, sem tók virkan þátt í starfi félagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar