Nenad Zivanovic næsti þjálfari Hattar

Höttur tilkynnti í kvöld um ráðningu Nenads Zivanovic sem næsta þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Hann tekur við af Gunnlaugi Guðjónssyni sem lét af störfum eftir sumarið.


Nanad er fertugur Serbi sem síðustu þrjú ár hefur þjálfað í serbnesku annarri deildinni. Hann þekkir hins vegar vel til hérlendis.

Hann spilaði spilaði yfir 50 leiki með Breiðabliki í efstu deild 2006-8 og síðar með Þór og Fjallabyggð í fyrstu og annarri deild 2010, 2012 og 2013.

Í yfirlýsingu frá stjórn rekstrarfélags Hattar er lýst yfir ánægju með að félagi hafi tryggt sér krafta Nenads.

Höttur varð í sjöunda sæti annarrar deildar í sumar. Gunnlaugur Guðjónsson tilkynnti eftir tímabilið að hann væri hættur en hann hafði þjálfað liðið frá miðju tímabili 2014.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.