Ráðast í endurbætur á gervigrasvellinum í Neskaupstað í haust

Til stendur að hefja endurbætur á gervigrasvellinum í Neskaupstað í haust. SÚN kostar framkvæmdirnar sem gjöf til samfélagsins á staðnum.

Þetta kom fram í 100 ára afmælishófi Þróttar Neskaupstað síðasta laugardag.

Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN, sagði að til stæði að breikka völlinn og leggja á hann nýtt gervigras. Áætlaður kostnaður er 200-300 milljónir sem SÚN leggur til. Þá eru hafnar þreifingar um nýja félagsaðstöðu. Guðmundur sagði SÚN tilbúið að skoða aðkomu að henni.

Guðmundur afhenti Þrótti einnig 10 milljónir króna í afmælisgjöf. Samvinnufélagið hafði áður styrkt afmælishátíðina um 2,5 milljónir. Í máli Guðmundar kom fram að árlegir styrkir SÚN til íþrótta í Neskaupstað nemi 15-20 milljónum króna.

Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN og Petra Lind Sigurðardóttir, formaður Þróttar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.