Rafíþróttadeild Austra gengur frá ráðningu þjálfara

Rafíþróttadeild Austra hefur ráðið Karl Steinar Pétursson sem yfirþjálfara deildarinnar. Karli á að baki feril sem þjálfari í öðrum íþróttagreinum.

Gengið var frá samningunum í gær. Karl Steinar hefur meðal annars þjálfað í hjá crossfit-félaginu Ými á Reyðarfirði og hjá Lyftingafélagi Austurlands. Hann starfar annars sem tæknimaður hjá Securitas samhliða námi í rafvirkjun.

Magni Þór Harðarson, formaður rafíþróttadeildarinnar, segir forsvarsmenn deildarinnar afar ánægða með samninginn við Karl Steinar.

„Hann á að baki langan feril sem tölvuleikjaspilari og er vel kunnugur því samfélagi sem myndast hefur kringum rafíþróttir seinustu ár.

Karl Steinar mun stýra þjálfun og faglegum hluta deildarinnar fyrir öll aldursstig en framundan hjá honum og stjórn deildarinnar er að klára ráðningu á fleiri þjálfurum sem munu mynda þjálfarateymi deildarinnar. Við bjóðum hann velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.