Þrír bikarar austur á öldungamóti
Þrjú austfirsk lið unnu sínar deild á öldungameistaramótinu í blaki sem fram fór í Mosfellsbæ um helgina. Yfir tuttugu lið úr fjórðungnum fóru suður til að keppa.
Karlalið Þróttar vann í 1. deild karla, B lið Þróttar vann 5. deild kvenna og kvennalið Hrafnkels Freysgoða vann 9. deild.
Öldungamótið er eitt stærsta íþróttamót ársins á Íslandi með yfir 1000 þátttakendur yfir þrítugu. Héraðsbúar og Seyðfirðingar héldu mótið sameiginlega fyrir ári.