Íþróttir helgarinnar: Lokaumferðin í körfunni og bikarúrslit í blakinu

karfa_hottur_breidablik_28022013_0013_web.jpg
Stór helgi er framundan hjá austfirskum íþróttamönnum. Höttur tekur á móti Haukum í lokaumferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik og Þróttur Neskaupstað spilar í úrslitum bikarkeppninnar í blaki.
 
Höttur hefur verið á miklu flugi og unnið þrjá mikilvæga sigra í röð. Liðið hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan nú snýst um heimaleikjaréttinn. 

Höttur er í fjórða sæti fyrir lokaumferðina, tveimur stigum á eftir Hamri sem tekur á móti FSu. Haukar eru í efsta sæti og vonast eftir að taka á móti deildarmeistaratitlinum. Þeir eru með 28 stig, líkt og Valur sem heimsækir Augnablik.

Til stendur að senda leikinn út beint á Haukar TV. Hann hefst klukkan 18:30.

Bæði karla- og kvennalið Þróttar taka þátt í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki. Karlaliðið mætir Stjörnunni klukkan 12:00 á laugardag í undanúrslitum en kvennaliðið spilar gegn Aftureldingu klukkan 18:00.

Úrslitaleikirnir eru á sunnudag í beinni útsendingu á RÚV. Karlaleikurinn hefst klukkan 13:30 (útsending 13:50) og kvennaleikurinn í kjölfarið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.