Íþróttir helgarinnar: Ístöltið á morgun

hans_kjerulf_og_jupiter1.jpg
Ístölt hestamannafélagsins Freyfaxa verður haldið á Móavatni í landi Tjarnarlands í Hjaltastaðaþinghá á morgun. Körfuknattleikslið Hattar heimsækir Reyni í Sandgerði í kvöld. Þá stendur Skotfélag Austurlands fyrir námskeiði í bogfimi um helgina.

Ístöltkeppnin byrjar klukkan 10:00 á morgun. Byrjað verður á að keppa í tölti 16 ára og yngri, síðan er keppt í áhugamannaflokki, B-flokki, A-flokki og loks opnum flokki.

Þorbjörn Hreinn Matthíasson varðveitir Skeiðdrekann, sigurlaunin í A-flokki gæðinga, síðan í fyrra. Hans Kjerúlf vann þá Ormsbikarinn fyrir opnum flokki og Frostrósina fyrir B-flokk gæðinga.

Höttur heimsækir Reyni í Sandgerði í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld. Höttur tapaði fyrir Val um síðustu helgi, 92-87. Leikurinn var jafn allan tíman en þriggja stiga karfa í síðustu sókn Vals gerði út um leikinn.

Staða Þróttar í efstu deild kvenna í blaki er sterk eftir 3-0 sigur á Fylki og KA síðustu tvær helgar. Karlaliðið tapaði á móti fyrir KA um síðustu helgi og Stjörnunni þar áður, 1-3 í bæði skiptin og er í fimmta sæti. 

Liðin eru í fríi um helgina en í morgun var dregið í undanúrslitum bikarkeppninnar. Karlaliðið mætir þar Stjörnunni en kvennaliðið Aftureldingu. Báðir leikirnir verða í Laugardalshöll laugardaginn 23. mars.

Skotfélag Austurlands stendur fyrir námskeiði í bogfimi í Bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum á um helgina en bogfimideild var nýverið stofnuð innan félagsins. Kennt verður í tveimur hópum frá 13-20 á morgun og 10-17 á sunnudag. Farið verður yfir öryggisreglur, meðferð boga og skottækni kennd. Skráning á námskeiðið er á netfangið bjarni hjá skaust.net.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.