Íslandsglíman: Myndir og viðtöl

islandsgliman_0913_web.jpg Austfirskir glímumenn komust í fyrsta skipti á verðlaunapall í Íslandsglímunni sem haldin var á Reyðarfirði í byrjun apríl. Agl.is var á staðnum og fangaði stemmninguna.

 

Ragna Jara Rúnarsdóttir varð þriðja í glímunni um Freyjumenið. Hún sagðist ekkert endilega hafa sett stefnuna á þann árangur fyrir mótið.

„Mig langaði að koma og keppa í heimabænum því ég vissi að það kæmu margir að styðja okkur. Að sjálfsögðu vill maður alltaf ná í menið,“ sagði Ragna sem háði úrslitaglímur um verðlaunasætið. „Ég var orðin þreytt í þeim glímum. Það voru mjög sterkar stelpur á móti mér.“

Marín Laufey Davíðsdóttir, úr HSK, hampaði Freyjumeninu. Hún verður sextán ára í maí en þetta er hennar fyrsti sigur í keppninni.

„Ég stefndi að því að komast í verðlaunasæti og var búin að leggja hart að mér til að ná því en ég átti ekki von á að vinna. Ég ætla reyna að halda áfram eins lengi og ég get.“

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson varð í þriðja sæti í glímunni um Grettisbeltið. Hann setur markið hátt fyrir framtíðina.

„Ég átti alls ekki von á þessu en það þýðir ekkert að hætta hér. Ég ætla að vinna beltið, helst strax á næsta ári.“

Menið endaði í höndum Péturs Eyþórssonar, Ármanni í sjötta skipti. „Ég setti mér það markmið fyrir þremur árum að ná Ingibergi Sigurðssyni sem vann sjö sinnum. Mig vantar því eitt í viðbót.“

Hann þurfti þó að hafa fyrir sigrinum. Yngri frændi hans, Bjarni Gunnarsson úr Mývetningi lagði hann í keppninni sjálfri. Í úrslitaglímunni var samt aldrei spurning um hver ynni.

„Ég klúðraði þessu á móti honum í fyrri glímunni. Ég vissi að mér dygði jafntefli og var því ekki í sóknarhug. Það kom aftan að mér. Það var mikið sjokk að liggja fyrir honum. Hann er samt þrælgóður og það var engin niðurlæging að tapa fyrir honum.“

islandsgliman_0603_web.jpgislandsgliman_0611_web.jpgislandsgliman_0622_web.jpgislandsgliman_0634_web.jpgislandsgliman_0637_web.jpgislandsgliman_0648_web.jpgislandsgliman_0655_web.jpgislandsgliman_0657_web.jpgislandsgliman_0662_web.jpgislandsgliman_0669_web.jpgislandsgliman_0682_web.jpgislandsgliman_0501_web.jpgislandsgliman_0526_web.jpgislandsgliman_0527_web.jpgislandsgliman_0554_web.jpgislandsgliman_0558_web.jpgislandsgliman_0560_web.jpgislandsgliman_0570_web.jpgislandsgliman_0570_web.jpgislandsgliman_0593_web.jpgislandsgliman_0132_web.jpgislandsgliman_0171_web.jpgislandsgliman_0163_web.jpgislandsgliman_0185_web.jpgislandsgliman_0187_web.jpgislandsgliman_0212_web.jpgislandsgliman_0215_web.jpgislandsgliman_0262_web.jpgislandsgliman_0251_web.jpgislandsgliman_0307_web.jpgislandsgliman_0311_web.jpgislandsgliman_0345_web.jpgislandsgliman_0275_web.jpgislandsgliman_0299_web.jpgislandsgliman_0320_web.jpgislandsgliman_0321_web.jpgislandsgliman_0357_web.jpgislandsgliman_0364_web.jpgislandsgliman_0377_web.jpgislandsgliman_0390_web.jpgislandsgliman_0393_web.jpgislandsgliman_0399_web.jpgislandsgliman_0416_web.jpgislandsgliman_0422_web.jpgislandsgliman_0440_web.jpgislandsgliman_0449_web.jpgislandsgliman_0471_web.jpgislandsgliman_0473_web.jpgislandsgliman_0479_web.jpgislandsgliman_0487_web.jpg

islandsgliman_0001_web.jpgislandsgliman_0013_web.jpgislandsgliman_0014_web.jpgislandsgliman_0022_web.jpgislandsgliman_0024_web.jpgislandsgliman_0028_web.jpgislandsgliman_0033_web.jpgislandsgliman_0032_web.jpgislandsgliman_0054_web.jpgislandsgliman_0074_web.jpgislandsgliman_0103_web.jpgislandsgliman_0080_web.jpgislandsgliman_0108_web.jpgislandsgliman_0126_web.jpg islandsgliman_0689_web.jpgislandsgliman_0693_web.jpgislandsgliman_0696_web.jpgislandsgliman_0701_web.jpgislandsgliman_0704_web.jpgislandsgliman_0707_web.jpgislandsgliman_0724_web.jpgislandsgliman_0737_web.jpgislandsgliman_0746_web.jpgislandsgliman_0747_web.jpgislandsgliman_0753_web.jpgislandsgliman_0757_web.jpgislandsgliman_0766_web.jpgislandsgliman_0772_web.jpgislandsgliman_0785_web.jpgislandsgliman_0788_web.jpgislandsgliman_0806_web.jpgislandsgliman_0829_web.jpgislandsgliman_0834_web.jpgislandsgliman_0837_web.jpgislandsgliman_0842_web.jpgislandsgliman_0861_web.jpgislandsgliman_0867_web.jpgislandsgliman_0882_web.jpgislandsgliman_0896_web.jpgislandsgliman_0902_web.jpgislandsgliman_0927_web.jpgislandsgliman_0933_web.jpgislandsgliman_0956_web.jpgislandsgliman_0958_web.jpgislandsgliman_0965_web.jpgislandsgliman_0981_web.jpgislandsgliman_0987_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar