Styrktarleikur fyrir fjölskyldu Birnu Bjarkar

Allur ágóði af leik Hattar gegn ÍA í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld mun renna til fjölskyldu konu á Egilsstöðum sem lést nýverið eftir baráttu við krabbamein. Sérstakir búningar heimaliðsins verða einnig boðnir upp.

Hattarliðið mun í kvöld leika í bleikum búningum sem boðnir verða upp þar til seinni hálfleikur hefst. Hægt er að bjóða í ákveðið treyjunúmer en það þarf þá að taka fram í póstinum.

Lægsta boð er 30.000 krónur. Berist hærra boð í sama númer er viðkomandi látinn vita.

Ársmiðar gilda á leikinn en biðlað er til áhorfenda að greiða aðgangseyri. Þeir sem ekki komast geta lagt inn á reikning deildarinnar: 0305-26-000976 og kennitölu: 451191-1879 með skýringunni styrkur.

Númerin sem í boði verða eru: 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 19, 77

Allur ágóði af leiknum rennur til fjölskyldu Birnu Bjarkar Reynisdóttur, kennara við Egilsstaðaskóla, sem lést nýverið eftir baráttu við krabbamein.

Leikurinn er í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum og hefst klukkan 19:15. Hann er einnig sýndur á Höttur TV.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.