Styrktarleikur fyrir Rafn Heiðdal í kvöld: Landsliðsþjálfarinn mættur

Á Vilhjálmsvelli í kvöld verður haldinn styrktarleikur fyrir Rafn Heiðdal, knattspyrnumann frá Djúpavogi, sem í byrjun sumars greindist með illkynja æxli. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson verður á meðal leikmanna.

 

Rafn, sem er 23ja ára, er alinn upp hjá Neista og spilaði með Hetti áður en hann skipti fyrir til Fjarðabyggðar fyrir keppnistímabilið. Allir geta tekið þátt í leiknum í kvöld en sértök áhersla hefur verið lögð á að fá gamla samherja Rafns til að spila.

Skipt verður í yngri á móti eldri. Guðlaugur Guðjónsson, sem þjálfaði Rafn í yngri flokkum Neista og fyrst eftir að hann kom til Hattar, stýrir yngra liðinu en landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson ætlar að stýra og spila með eldra liðinu.

Um seinustu helgi voru styrktartónleikar fyrir Rafn á Djúpavogi.

Styrktarreikningurinn er í Sparisjóðnum á Djúpavogi: 1147-05-401910 / kt. 191087-3729

Leikurinn hefst klukkan 19:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar