Orkumálinn 2024

Sverrir og Sigríður fljótust í Urriðavatnssundi

Sverrir Jónsson og Sigríður Lára Guðmundsdóttir komu fyrst í mark í Urriðavatnssundinu sem synt var síðasta sunnudag. Sverrir synti 2,5 km sundið á tímanum 36:54,63 mín., og var þremur mínútum á undan næsta manni. Sigríður Lára varð fyrst í kvennaflokki á tímanum 42:27,97 mín.

Kjöraðstæður voru til sundsins, skýjað, hlýtt og lítill vindur sem þýddi að nær engar öldur voru í vatninu, en þær gera sundfólki erfitt fyrir.

Metþátttaka var að þessu sinni en 233 keppendur fóru út í vatnið í 2,5 km sundið. Af þeim luku 225 sundinu. Elsti þátttakandinn var 75 ára.

Auk 2,5 km sundsins var um helgina þreytt í fyrsta sinn 500 metra ungmenna- og skemmtisund sem tólf manns voru skráðir í. Þá var nóg að gera við Urriðavatn á laugardaginn þar sem Vök baths opnaði fyrir almenning á sama tíma og sundið fór fram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.