Systkin með þrjá bikara af sex

Fjórðungsmót Austurlands í glímu var haldið á Reyðarfirði í gær þar sem keppt var um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.



Alls háðu 25 iðkendur harða og fjöruga keppni en eftirtaldir stóðu uppi sem sigurvegarar og hömpuðu Aðalsteinsbikarnum árið 2016


Stelpur 10-12 ára – Kristey Bríet Baldursdóttir

Strákar 10- 12 ára – Þórður Páll Ólafsson

Meyjar 13-15 ára – Nikólína Bóel Ólafsdóttir

Piltar 13-15 ára – Kjartan Mar Garski Ketilsson

Konur – Bylgja Rún Ólafsdóttir

Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson


Skemmtileg staðreynd er að þrír handhafar Aðalsteinsbikarsins eru systkin, þau Þórður Páll, Nikolína Bóel og Bylgja Rún.


Í kvennaflokki voru úrslitin á þessa leið;

1. sæti Bylgja Rún Ólafsdóttir

2. sæti Kristín Embla Guðjónsdóttir

3. sæti Nikólína Bóel Ólafsdóttir

4. sæti Fanney Ösp Guðjónsdóttir


Í karlaflokki voru úrslitin á þessa leið;

1. sæti Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

2. sæti Hjörtur Elí Steindórsson


Í meyjaflokki voru úrslitin á þessa leið;

1. sæti Nikólína Bóel Ólafsdóttir

2. sæti Fanney Ösp Guðjónsdóttir

Í piltaflokki voru úrslitin á þessa leið

1. sæti Kjartan Mar Garski Ketilsson

2. sæti Alexander Beck

3. sæti Jónas Þórir Þrastarson

4. sæti Helgi Sigurður Jónasson


Í stelpuflokki voru úrslitin á þessa leið;

1. sæti Kristey Bríet Baldursdóttir

2. sæti Rakel Emma Beck

3. sæti Ásdís Iða Hinriksdóttir

4. sæti Thelma Rut Þorsteinsdóttir

5. sæti Kristín Mjöll Guðlaugardóttir


Í strákaflokki voru úrslitin á þessa leið;

1. sæti Þórður Páll Ólafsson

2. sæti Þór Sigurjónsson

3. sæti Birkir Ingi Óskarsson

4. sæti Ísak Máni Svansson


Glíman var aðeins fyrir drengi

Þóroddur Helgason, glímufrömuður á Reyðarfirði, segir hópinn núna sterkan og skemmtilegan.

„Þau voru 25 sem kepptu í gær, en líklega vantaði tíu í hópinn. Þetta mót er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar, en hann kom með glímu til Reyðarfjarðar í kringum 1958,“

Sjálfur var Þóroddur aðeins átta ára þegar hann fór að æfa glímu.

„Þá voru æfingar hjá Alla tvisvar í viku í Félagslundi. Fyrst voru krakkarnir en fullorðinsflokkur strax á eftir. Við máttum horfa á hana ef við vorum til friðs, sem gekk oft eftir, en stundum lentum við í áflogum og vitleysisgangi og þurfum að yfirgefa salinn.“

Þóroddur segir frá því að í upphafi hafi glíman aðeins verið fyrir drengi.

„Hér var ein ágæt stúlku sem tók þetta þó ekki í mál og mætti á stöku æfingar þrátt fyrir það. Það var ekki fyrr en í kringum 1980 sem stúlkur fengu að æfa glímu á landsvísu og Valur tók það upp hjá sér fljótlega eftir það og höfum við átt margar öflugar stúlkur síðan.“

Sigurvegarar aðalsteinsmótsins

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.