Þrenn gullverðlaun á unglingameistaramóti á skíðum

Skíðafólk úr UÍA kom heim með þrenn gullverðlaun auk þess að ná þriðja sætinu í stigakeppni félaga á Unglingameistaramóti Íslands í skíðum. Mótið var haldið í Bláfjöllum um síðustu helgi.

Eyvindur H. Warén varð tvöfaldur unglingameistari. Annars vegar í samhliða svigi, hins vegar stórsvigi drengja 14-15 ára.

Rakel Lilja Sigurðardóttir varð unglingameistari í samhliða svigi stúlkna 12-13 ára. Þar endaði Katrín María Jónsdóttir í þriðja sæti. Rakel Lilja varð einnig önnur í svigi og þriðja í stórsvigi.

Fleiri verðlaun skiluðu sér í hús hjá keppendum UÍA því Hrefna Lára Zoëga varð önnur í svigi 14-15 ára stúlkna.

Undir merkjum UÍA keppir skíðafólk sem æfir með Skíðafélaginu í Stafdal og Skíðafélagi Fjarðabyggðar. Næsta stóra verkefni austfirsks skíðafólks eru Andrésar Andarleikarnir á Akureyri eftir þrjár vikur.

Eyvindur á efsta palli eftir stórsvigið. Mynd: Skíðadeild Ármanns

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.