Þrenn gullverðlaun á unglingameistaramóti á skíðum

Skíðafólk úr UÍA kom heim með þrenn gullverðlaun auk þess að ná þriðja sætinu í stigakeppni félaga á Unglingameistaramóti Íslands í skíðum. Mótið var haldið í Bláfjöllum um síðustu helgi.

Eyvindur H. Warén varð tvöfaldur unglingameistari. Annars vegar í samhliða svigi, hins vegar stórsvigi drengja 14-15 ára.

Rakel Lilja Sigurðardóttir varð unglingameistari í samhliða svigi stúlkna 12-13 ára. Þar endaði Katrín María Jónsdóttir í þriðja sæti. Rakel Lilja varð einnig önnur í svigi og þriðja í stórsvigi.

Fleiri verðlaun skiluðu sér í hús hjá keppendum UÍA því Hrefna Lára Zoëga varð önnur í svigi 14-15 ára stúlkna.

Undir merkjum UÍA keppir skíðafólk sem æfir með Skíðafélaginu í Stafdal og Skíðafélagi Fjarðabyggðar. Næsta stóra verkefni austfirsks skíðafólks eru Andrésar Andarleikarnir á Akureyri eftir þrjár vikur.

Eyvindur á efsta palli eftir stórsvigið. Mynd: Skíðadeild Ármanns

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar