Þróttarar nýkomnir heim af Norðurlandamótum í blaki

Fjórir leikmenn Þróttar Neskaupstað eru nýkomnir heim af NEVZA-mótum í blaki með íslensku U-19 og U-17 ára landsliðunum.

Þær Ester Rún Jónsdóttir og Heiðbrá Björgvinsdóttir voru með U-19 ára liði kvenna sem lenti í fimmta sæti í sínu aldursflokki um síðustu helgi. Liðið náði fimmta sætinu með að leggja England í oddahrinu en á mótinu keppa lið þaðan og frá Norðurlöndunum.

Fleiri gamalkunnir Norðfirðingar fylgdu hópnum. Borja Vicente þjálfaði liðið og Gígja Guðnadóttir, Fáskrúðsfirðingur sem spilaði með Þrótti, var honum til aðstoðar.

Áður höfðu U-17 liðin tekið þátt í NEVZA-móti um miðjan október. Stúlknaliðið náði glæsilegum árangri og varð í þriðja sæti. Hrefna Ágústa Marinósdóttir var í liðinu auk þess sem Ramses Ballesteros, leikmaður og þjálfari hjá Þrótti, var aðstoðarþjálfari.

Jakob Kristjánsson var í drengjaliðinu sem endaði í sjötta sæti. Kristján Ágústsdóttir var fararstjóri með hópunum. U-19 ára mótið var haldið í Rovaniemi í Finnlandi en U-17 mótið í Ikast í Danmörku.

Úrvalsdeildarlið Þróttar spila gegn KA á Akureyri um helgina. Karlaliðið í kvöld. Það hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum en er þó með eitt stig eftir að hafa farið með fyrsta leikinn í oddahrinu. KA hefur unnið tvo en tapað einum.

Kvennaliðið spilar á sunnudag. Það hefur einnig tapað fyrstu tveimur leikjunum. KA hefur unnið einn og tapað öðrum.

Ester Rún Jónsdóttir spilaði með U-19 ára landsliðinu á NEVZA um síðustu helgi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.