Torfærukeppni í dag
Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í torfæru fer fram í Mýnesgrús á Fljótsdalshéraði í dag. Fjórir austfirskir keppendur eru skráðir til leiks.
Keppnin hefst klukkan 13:00. Tuttugu keppendur eru skráðir til leiks, 12 í flokki sérútbúinna bifreiða og átta í götubílafokki. Þrír Austfirðingar eru í sérútbúnaflokknum: Ólafur Bragi Jónsson, fyrrverandi Íslandsmeistari og íþróttamaður UÍA árið 2008, Guðlaugur Sindri Helgason og Kristmundur Dagsson. Davíð Snær Guttormsson keppir í götubílaflokki.