Tvö á palli á Íslandsmóti í taekwondoe

hottur_taekwondoe_mars13.jpg
Þuríður Nótt Björgvinsdóttir og Jóhann Beck Vilhjálmsson sem æfa með Hetti á Egilsstöðum komust bæði á verðlaunapall á Íslandsmóti í bardaga (sparring) sem haldið var fyrir skemmstu.
 
Jóhann keppti í C Cadet M <55 flokki og náði þar gullverðlaunum. Þuríður Nótt var í BC Cadet F <37 flokki og varð í öðru sæti.

Þuríður stefnir annars á Norðurlandamótið sem haldið verður í Finnlandi 24. maí og er að safna sér fyrir ferðinni. Auk ferðarinnar til þarf hún í æfingaferðir til Reykjavíkur fyrir stóra mótið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.