UÍA Íslandsmeistari í unglingaflokki í glímu

glima_mars11.jpgLið UÍA hampaði um helgina Íslandsmeistaratitli í unglingaflokki í glímu eftir þriðju og seinustu umferð Íslandsmótsins sem glímd var á Ísafirði. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson vann til gullverðlauna í flokki +80 kg flokki unglinga á mótinu og fjöldi annarra glímumanna sambandsins fóru heim með verðlaun.

 

Ásmundur vann gullið eftir að hafa lagt bróður sinn Hjalta Þórarinn sem hafnaði í öðru sæti. UÍA fékk 44 stig í unglingaflokki í vetur og varð sjö stigum á undan Herði. Í kvennaflokki varð UÍA í öðru sæti á eftir HSK og fjórða sæti í karlaflokki. Í heildarstigakeppninni munaði aðeins fimm stigum á UÍA, sem varð í öðru sæti og HSK sem vann með 107 stig.

Fleiri verðlaun skiluðu sér austur. Hjörtur Elí Steindórsson varð í öðru sæti í -80 kg flokki og Eva Dögg Jóhannsdóttir í -65 kg flokki kvenna. Í +65 kg flokknum varð Þuríður Lillý Sigurðardóttir í þriðja sæti  Eva Dögg náði síðan bronsi í opnum flokki kvenna.

Næst á dagskrá glímumanna er Íslandsglíman sem glímd verður á Reyðarfirði 2. apríl. Fyrr sama dag fer fram grunnskólaglíma Íslands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar