Yfir sjö þúsund vinnustundir sjálfboðaliða að baki Unglingalandsmótinu

ulm_uppgjor_16022012_0001_web.jpgÁ fimmta hundrað sjálfboðaliða lögðu á sig samtals yfir sjö þúsund stunda vinnu til að Unglingalandsmót UMFÍ yrði að veruleika. Nítján félög lögðu til sjálfboðaliða en langflestir komu frá Hetti.

 

Frá þessu var greint á uppgjörsfundi Unglingalandsmótsnefndar á Egilsstöðum í gærkvöldi. Sjálfboðaliðarnir voru alls 431 og vinnustundir þeirra 7176. Flestir sjálfboðaliðanna, 56% skráðu sig til vinnu fyrir Hött á Egilsstöðum.

Flestir sjálfboðaliðar voru að störfum við frjálsíþróttir eða 100 og næst flestir við knattspyrnu, 57. Flestar vinnustundir voru einnig skráðar á frjálsíþróttirnar, 2026 eða 28% en næst flestar á undirbúningsnefndina, 23%. Nefndin var að störfum í um tvö ár.

Yfir 60% vinnustundanna voru skráðar á sjálfboðaliða Hattar en næst flestar á Akstursíþróttafélagið START (6,4%) og á Þrist (4,8%).

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.