Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Hattar, vonast til að Bandaríkjamaðurinn Michael Mallory verði ekki lengi frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik liðsins við Stjörnuna í gær. Hattarliðið lék þó vel án Bandaríkjamannsins og var óheppið að tapa leiknum.
Tveir leikmenn, aldir upp á Austurlandi, eru í fyrsta landsliðshópi nýs þjálfara A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. Sá er einnig ættaður af Austurlandi.
Blakkona Tinna Rut Þórarinsdóttir hefur ákveðið að snúa aftur í Þrótt og spila með liðinu út leiktíðina eftir að sænsku deildakeppninni lauk um helgina. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir fagnaði þar deildarmeistaratitli. Bæði meistaraflokkslið Þróttar töpuðu á heimavelli um helgina.
Allsérstakt atvik kom upp í leik Hattar/Hugins og Dalvíkur/Reynis í Lengjubikar karla í knattspyrnu síðasta laugardag. Mark var dæmt af norðanliðinu eftir að sá sem skoraði viðurkenndi brot.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður frá Reyðarfirði, fór með sigur af hólmi í opnum flokki á Tímamóti Glímusambands Íslands sem haldið var um síðustu helgi. Tveir aðrir austfirskir keppendur unnu til fyrstu verðlauna á mótinu.