Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið vann Þór Akureyri 83-84 á útivelli í gærkvöldi. Eysteinn Bjarni Ævarsson gerði gæfumuninn með magnaðri innkomu í lokin. Úrslitakeppnin í blaki heldur áfram um helgina sem og bikarkeppnin í knattspyrnu.
Þróttur Neskaupstað lauk keppni í Mizunu-deild kvenna í blaki á föstudagskvöld með mögnuðum 3-2 sigri á KA í leik sem tók tvo og hálfan tíma. Þróttarliðið tapaði fyrstu tveimur hrinunum en snéri leiknum við og vann tvær síðustu hrinurnar eftir upphækkun.
Höttur og Haukar eru áfram í fallsætum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik eftir leiki gærkvöldsins. Liðin mætast innbyrðis í næstu umferð, þeirri næst síðustu.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, blakkona úr Neskaupstað, varð í síðustu viku Svíþjóðarmeistari í blaki með liði sínu Hylte/Halmstad. Liðið vann alla þá titla sem í boði voru í sænsku kvennablaki í vetur.
Höttur tapaði sínum fyrsta leik í Domino‘s deild karla að loknu mánaðarhléi vegna samkomutakmarkanna 91-95 gegn Val í gærkvöldi þegar liðin mættust á Egilsstöðum.
Þróttur Neskaupstað er komið í undanúrslit Íslandsmóts kvenna í blaki eftir sigur á Álftanesi á útivelli í gær í oddahrinu. Tvisvar þurfti upphækkanir til að ná fram úrslitum í hrinum.