Nýr skáli í Loðmundarfirði vígður

Á morgun verður vígður nýr skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Loðmundarfirði. Skálinn er í landi Klyppstaðar skammt utan við kirkjuna þar sem hjáleiga var fyrrum. Ferðafélagið reisti skálann í júlí í sumar og hafa ferðamenn getað gist í honum frá ágústbyrjun. Loðmundarfjarðarskálinn er þriðji skáli félagsins á Víknaslóðum, en hinir tveir standa í Húsavík og Breiðuvík. Ferðafélagið fagnar 40 ára afmæli sínu í ár og verður því fagnað samhliða vígslu skálans um kl. 14:00 á morgun. Allir eru velkomnir.

lomundarfjrur_skli.jpg

-

Mynd: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.