Vegfarendur gæti að færð

Á Austurlandi er nú ófært um Fjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Hálka og snjóþekja á öðrum leiðum og verið er að hreinsa vegi. Ófært er um Öxi. Á Norðausturlandi er snjóþekja, hálka og éljagangur og verið er að hreinsa vegi. Fólk er beðið hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands. Veðurspá gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8-15 m/s, en sums staðar hvassari við A-ströndina í dag. Él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Áfram allhvöss norðanátt austast fram undir kvöld. Úrkomuminna um landið norðanvert síðdegis. Hægari og austlægari á morgun og dálítil él suðvestantil. Annars svipað veður. Vægt frost, en frostlaust við S- og SV-ströndina.

stormur.jpg

Vakin er athygli á því að Hófaskarðsleið, nýi vegurinn um Melrakkasléttu, er lokuð allri umferð. Vegurinn er í byggingu, með grófu yfirborði og án vetrarþjónustu. Talsvert er um að vegfarendur hafi farið þessa leið á eigin ábyrgð, en nú hefur snjóað á svæðinu og Hófaskarðið er orðið þungfært.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.