Hvers vegna Fjórðungssjúkrahús í Neskaupstað?
Bréf til blaðsins
Stefán Þorleifsson í Neskaupstað skrifar í austurgluggann 11 janúar 2008:
Í Svæðisfréttum Ríkisútvarpsins á Austurlandi hafa að undanförnu orðið nokkrar umræður um þjónustu og staðsetningu Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Til upplýsingar fyrir þá sem ekki vita um tilurð þess þá finnst mér rétt að upplýsa að það var byggt fyrir framtak og að mestu fyrir fjármagn frá Neskaupstað. Baráttan fyrir byggingu þess hófst árið 1944 en það tók þó ekki til starfa fyrr en 18.janúar árið 1957.