Göngum hægt um gleðinnar dyr

Framundan eru kosningar til sveitarstjórna. Sem vænta má reyna framboð og frambjóðendur að bjóða betri kost en verið hefur. Í góðri trú eða fyrir athyglina. Fram koma yfirlýsingar og loforð um að „gera enn betur“ . „Bæta í hér og þar“, með auknum útgjöldum. Fullyrt er að, „ lítið eða ekkert hafi verið framkvæmt eða gert“. Fjármögnun er lítið rædd. „Skuldir hafi verið greiddar helst til hratt niður“. „Svigrúm sé til lántöku þar sem skuldir séu innan við leyfilegt hámark“.

Lesa meira

Úr einu í annað um bæinn okkar.

Ég ætla að byrja þetta bréfkorn á því að þakka Þorvaldi Jóhanns fyrir sérlega góða grein nýlega sem lýsir kannski best bjartsýni hans og áhuga á mörgum sviðum. Ekki þarf ég að bæta við þar sem hann fjallar um t.d. Síldarvinnsluna og þeirra framlag til atvinnulífsins í bænum og er seint fullþakkað, úr því að svona fór með þá atvinnugrein hér í bæ, því einmitt svona fyrirtæki vantaði hér sem skapað gæti frekari tekjur í bæinn.

Lesa meira

Er framtíðin heima?

Við heyrum sífellt talað um að Reykjavík sé í samkeppni við aðrar borgir. Það þýðir að Reykjavík verður að vera eftirsóknarverð fyrir fólk og fyrirtæki, þannig að ungt menntað fólk kjósi frekar að lifa þar og vinna heldur en utan landsteinanna.

Lesa meira

Hvers vegna vildi ég flytja austur?

Ég er fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík, fór í Menntaskólann á Egilsstöðum að loknu grunnskólanámi og þaðan í háskólanám í höfuðborginni árið 2005. Þrátt fyrir að hafa komið austur til að vinna í sumarfríum ílengdist ég á höfuðborgarsvæðinu og fékk vinnu þar eftir að námi lauk. Hugurinn leitaði þó gjarnan í heimahagana og orðið heima átti alltaf við um Austurlandið í mínum huga.

Lesa meira

SSA vill næstu göng undir Fjarðarheiði!

Hafandi búið á Austurlandi meirihluta ævinnar þá skynja ég sterkt þær miklu framfarir og sameiningarmátt sem felast í samgöngubótum. Á stuttum tíma höfum við íbúar Austurlands fengið að upplifa tvær byltingar af þessum toga, opnun Fáskrúðsfjarðarganga 2005 og svo vígslu Norðfjarðarganga í nóvember 2017. Áhrifin eru stórkostleg og snerta alla þætti mannlegrar tilveru.

Lesa meira

Egilsstaðir – Skömm eða skemmtun?

Ég hélt ég hefði skrifað nóg um fráveitu til að menn stöldruðu við, en það virðist ekki hafa tekist. Ég er viss um að stjórn Hitaveitunnar lét teyma sig út í þessa leið og getur ekki staðið frammi fyrir mistökum sínum.

Lesa meira

Er þetta stóra kosningamálið?

Mikil umræða hefur skapast um fráveitumál þéttbýlisins á Egilsstöðum nú í aðdraganda kosninga. Samt finnst mér ótrúlega margir tala um að þeir viti of lítið um þessi mál. Umfjöllunin hefur líka verið heldur áróðurskennd og einhliða. Það er því ástæða til að fara yfir það enn og reyna að bregða upp allri myndinni.

Lesa meira

Sameinuð í einu sveitarfélagi – Opnum hugann

Ungt fólk í dag horfir ekki bara á bæjarkjarnann sinn sem mögulegan stað til búsetu í framtíðinni, heldur er heimurinn allur undir þegar ungt fólk velur sér stað til búsetu. Því er mikilvægt að við opnum hugann og stöndum saman um að nýta öll þau tækifæri sem í boði eru í hverjum bæjarkjarna og horfa þannig á sveitarfélagið sem eina heild. Þá einnig Austurland sem eina heild.

Lesa meira

Gangamál Austfirðinga

Auðvelt er að fullyrða að algjör samstaða er um að næstu samgöngubætur á Austurlandi verði til þess að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Hér fyrr í vikunni birtist grein um gangamál Seyðfirðinga þar sem haldið var fram að umræðan væri orðin ruglingsleg og að ýmsu væri fleygt fram sem hvorki stenst skoðun né rök og þá sérstaklega beint spjótum sínum að andspyrnu fólks úr Fjarðabyggð. Þakka ég höfundi fyrir að vekja athygli á því sem fram kemur í grein hans og vekja Austfirðinga til umræðu um þetta veigamikla mál: Hvers vegna eru Fjarðarheiðargöng ekki einkamál Seyðfirðinga?

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.