Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og dreifist byggð í borgir, bæi og sveitir. Það er ekki sjálfgefið að búseta á hverjum stað sé stöðug eða fari vaxandi jafnvel þó saga byggðarlaga spanni árhundruð. Með breytingum á atvinnuháttum og samfélagsgerð fylgja fólksflutningar sem hafa áhrif á tækifæri og möguleika svæða til vaxtar. Dæmi um þetta er Bíldudalur sem um tíma átti undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi en nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi.

Lesa meira

Af fiskeldi og einhverju öðru

Er fiskeldi eitthvað annað? Mér verður oft hugsað til þess þegar ég fylgist með uppbyggingu á fiskeldi á Íslandi. Fyrir ekki svo löngu síðan var talað um að styrkja þyrfti byggð á landsbyggðinni með atvinnusköpun og þá var stóriðja helst fyrir valinu.

Lesa meira

Ungir Austfirðinga skiptast á skoðunum um Fjarðarheiðargöng

Tveir ungir Austfirðingar hafa kveðið sér hljóðs um Fjarðarheiðargöngin í Austurglugganum/fréttum. Annar er Seyðfirðingur , Gauti Skúlason , 10. maí sl. Hinn er Norðfirðingur, Sigurður Steinn Einarsson , 21. maí sl.. Sitt sýnist hvorum eins og gengur. En þakkir eiga þeir skildar fyrir sín skrif.

Lesa meira

Bráðum á hann hvergi heima

Þannig lauk Eyþór Árnason ljóði sínu sem hann kallaði „Við leiði Kristjáns Fjallaskálds“. Nú hef ég ekki beðið hann að fá að birta það en vísa á herdubreid.is þar sem ljóðið er með leyfi höfundar. Svo er það auðvita í nýjustu bók Eyþórs. En þessar línur eru hér ekki til að auglýsa skemmtileg ljóð heldur frekar til að velta mér upp úr annarra skrifum, svona eins og þátttaka í athugasemdum.

Lesa meira

Frá Preston til Borgarfjarðar

Þótt við skilgreinum stjórnmálin oft á hægri/vinstri kvarða og birtingarmynd hans sé sjaldnast skýrari en í öflun og ráðstöfun hinna sameiginlegu fjármuna þá fer stefnan stundum í hringi og hittir sjálfa sig fyrir. Í fyrstu sýn eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, fátt sameiginlegt.

Lesa meira

Golfklúbbur Seyðisfjarðar 30 ára

Golfklúbbur Seyðisfjarðar (GSF) var stofnaður á kaffistofu Sjúkrahúss Seyðisfjarðar 2. júní 1988. Aðalhvatamaður var Gissur Ó. Erlingsson símstöðvarstjóri en hann hafði komið að stofnun golfklúbba m.a. í Neskaupstað á sínum tíma og Siglufirði. Í fyrstu stjórn klúbbsins, sem kosin var á stofnfundinum, voru Lilja Ólafsdóttir formaður, Lárus Gunnlaugsson ritari og Jóhann Sveinbjörnsson gjaldkeri.

Lesa meira

Til varnar öðrum

Eitt af því sem maður á ekki að gera er að fara með sögu, eða sögubrot sem maður ekki kann. Þar sem maður þekkir ekki aðalpersónur og er ekki einu sinni viss um að hafa vettvanginn réttan. En hér helgar tilgangurinn sem sé meðalið. Ég ræ á vafasöm mið, eins þótt ég viti að þetta á maður ekki að gera. Þessi pistill fjallar sem sé um það sem fólk á ekki að gera og sérstaklega ekki gamlir gráhærðir, og eða, sköllóttir karlar.

Lesa meira

Sólargeisli kærleikans

Það er freistandi í dag að tala um fótbolta! Það má segja að strákarnir okkar hafi tekið forskot á sæluna og hafið þjóðhátíðina degi fyrr en áætlað var. Þvílík gleði! Þvílík samvinna og þvílík hvatning fyrir okkur öll.

En mig langar að deila með ykkur persónulegri sögu um samfélagið okkar, um hvatningu og náungakærleika.

Lesa meira

Göngum hægt um gleðinnar dyr

Framundan eru kosningar til sveitarstjórna. Sem vænta má reyna framboð og frambjóðendur að bjóða betri kost en verið hefur. Í góðri trú eða fyrir athyglina. Fram koma yfirlýsingar og loforð um að „gera enn betur“ . „Bæta í hér og þar“, með auknum útgjöldum. Fullyrt er að, „ lítið eða ekkert hafi verið framkvæmt eða gert“. Fjármögnun er lítið rædd. „Skuldir hafi verið greiddar helst til hratt niður“. „Svigrúm sé til lántöku þar sem skuldir séu innan við leyfilegt hámark“.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.