Glæsileg hátíðardagskrá á 10 ára afmæli Alcoa Fjarðaál

Alcoa Fjarðaál fagnar 10 ára starfsafmæli sínu á laugardaginn. Að sögn Dagmarar Ýrar Stefánsdóttur upplýsingafulltrúa álversins er eftirvæntingin orðin mikil fyrir hátíðarhöldunum.
„Við erum búin að leggja mjög mikið í það að gera þessa afmælishátíð eftirminnilega. Ein ástæða þess að dagskráin er svona glæsileg er að starfsmannafélagið okkar, Sómi, er með okkur í að halda upp á afmælið. Fjölskyldudagskráin í álverinu er í þeirra boði og það verða engin börn svikin af þeirri skemmtun“, segir Dagmar Ýr um hátíðina á laugardaginn. Meðal þeirra sem troða upp á hátíðarsvæði í álverinu eru: Leikhópurinn Lotta, Söngvaborg og Sirkus Ísland, þá mun Eiríkur Fjalar vera kynnir. „Um kvöldið verða svo stórtónleikar fyrir alla fjölskylduna á Reyðarfirði en þar munu bæði heimamenn og landsþekktir skemmtikraftar koma fram eins og Emmsjé Gauti og Helgi Björns. Við endum svo hátíðarhöldin á flugeldasýningu,“ segir Dagmar Ýr, spennt fyrir helginni og vonast hún til að sjá sem flesta.
Hátíðarhöldin hefjast kl. 11:00 inn á álverslóð og hefst fjölskyldudagskráin kl 12:00. Stórtónleikarnir hefjast 19:30 og lýkur þessu svo öllu með flugeldasýningu.
Hér má fá nálgast upplýsingar um viðburðinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.