Leikhópurinn Lotta heimsækir Múlaþing

Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn í Múlaþing dagana 21.-24.júlí með ævintýralegt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna.


Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að það verði aðeins annar bragur á Lottu í sumar en sökum Covid gátu þau ekki búið til glænýjan íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega,

„Þau hafa þó ekki setið auðum höndum og koma nú til okkar með frábæra söngvasyrpu stútfulla af sprelli og fjöri fyrir unga sem aldna,“ segir á vefsíðunni.

Í sumar ferðast Leikhópurinn Lotta um landið með skemmtilegt atriði unnið uppúr Litlu gulu hænunni sem þau sýndu árið 2015. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 25 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, frábærum húmor að hætti Lottu og góðum lögum.

Sjáumst vonandi sem flest á Pínulitlu gulu hænunni! Dagskráin er sem hér segir:

Djúpivogur, 21. júlí klukkan 17.30 á fótboltavellinum.
Seyðisfjörður, 22. júlí klukkan 17.30 á túninu við kirkjuna.
Egilsstaðir, 23. júlí klukkan 15 og 17.30 í Tjarnargarði.
Borgarfjörður, 24. júlí klukkan 11 á fótboltavellinum.

Mynd; mulathing.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.