Óska eftir lögreglurannsókn á meðferð hettumáfs

Matvælastofnum hefur óskað eftir opinberri rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á meðferð sem ófleygur hettumáfur á Borgarfirði eystra kann að hafa hlotið.

Greint var frá því í fréttum RÚV 18. ágúst að ungur hettumáfur hefði fundist á víðavangi á Borgarfirði. Svo virtist sem fuglinn hefði verið þakinn litsterku lakki.

Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér í dag kemur fram að óskað hafi verið eftir rannsókn lögreglu á málinu,

Þar er vakin athygli á að grunsemdir vakni um brot á lögum um velferð dýra beri að tilkynna það til stofnunarinnar eða lögreglu eins fljótt og hægt er. Brotin eru aðeins rannsökuð af lögreglu að undangenginni kæru stofnunarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.