Stefán Bragason kveður eftir 42 ára starf

Stefán Bragason lét af störfum hjá Múlaþingi um síðustu mánaðarmót eftir 42 ára starf hjá sveitarfélaginu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að mest allan tímann starfaði hann á skrifstofunni að Lyngási 12 á Egilsstöðum, sem skrifstofustjóri og bæjarritari, eða í 39 ár, en í þrjú ár starfaði Stefán sem leiðbeinandi við Brúarásskóla sem þá var í Hlíðarhreppi.

Sveitarfélögin sem Stefán hefur starfað fyrir eru orðin mörg en fyrst var það Hlíðarhreppur, síðan Egilsstaðahreppur, Egilsstaðabær, þá Austur-Hérað, Fljótsdalshérað og loks Múlaþing.

Á myndinn má sjá Stefán og Björn Ingimarsson, bæjarstjóra, búa sig undir að fá sér tertusneið þegar samstarfsfólk Stefáns kvaddi hann á síðasta vinnudegi hans.

Mynd: mulathing.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.