Er rétt að allar tekjur af fiskeldinu fari suður?
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar gagnrýnir að í frumvarpi um fiskeldi, sem liggur fyrir Alþingi, sé ekki tryggt að auðlindagjald af eldinu verði með einhverjum hætti eftir á þeim stöðum þar sem eldið er stundað. Talað hafi verið fyrir daufum eyrum þegar forsvarsfólk sveitarfélagsins hafi reynt að vekja máls á þessu.Nýir skólastjórar í fjórum grunnskólum
Síðustu vikur hefur verið gengið frá ráðningum fjögurra skólastjóra hjá þremur austfirskum sveitarfélögum.Ljósleiðari milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar
Í dag var staðfest samkomulag um framlög fjarskiptasjóðs til framkvæmda Neyðarlínunnar sem meðal annars fela í sér lagningu ljósleiðara milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar.
Vopnafjarðarhreppur vill greiða 44 milljónir af lífeyrissjóðsskuld
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum í gær að greiða rúmar 44 miljónir króna af skuld við Lífeyrissjóðinn Stapa vegna vangoldinna lífeyrisgreiðslna á árunum 2005-216. Meirihlutinn taldi niðurstöðuna sanngjarna í ljósi málavaxta og stöðu sveitarsjóðs en minnihlutinn vildi greiða kröfuna alla. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins segir að skoða þurfi áhrif sáttaboðsins á sjóðsfélaga áður en ákveðið verði hvort málinu verði haldið áfram.Torvald Gjerde hlaut Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs
Torvald Gjerde, organisti við Egilsstaðakirkju og Þingmúla- og Vallaneskirkju, er handhafi menningarverðlauna Fljótsdalshéraðs, sem afhent voru í fyrsta sinn 17. júní.Hafa áhyggjur af vinnubátum skráðum erlendis
Landhelgisgæslan hefur áhyggjur af tilfellum þar sem fyrirtæki gera út báta skráða erlendis til lengri tíma með áhöfnum sem ekki uppfylla íslensk lög. Framkvæmdastjóri hjá stofnuninni segir fyrirtækin nýta sér gloppur í íslenskum lögum.„Við viljum gera bæinn okkar betri og öruggari“
Slysavarnardeildin Hafdís á Fáskrúðsfirði setti á dögunum upp kistur með björgunarvestum á tveimur stöðum við bryggjur í bænum. Jóhanna Þorsteinsdóttir er í stjórn slysavarnardeildarinnar og segir vestin vera lið í því að gera bæinn betri og öruggari sem sé markmið deildarinnar.