Kalla eftir samtali um stöðu sjálfboðaliða

Forsvarsfólk Móður Jarðar sem rekur lífræna ræktun í Vallanesi á Fljótsdalshéraði kalla eftir samtali um hvað aukin viðurkenning á sjálfboðaliðavinnu við ýmis störf geti fyrir íslenskt þjóðfélag. AFL Starfsgreinafélag segir sjálfboðaliða sem notaðir séu í atvinnurekstri grafa undan kjörum launafólks.

Lesa meira

„Nokkrir hafa þegar bókað sér gistingu fyrir næstu Bræðslu“

„Helgin gekk  alveg svakalega vel, við erum öll mjög ánægð með hvernig til tókst og höfum ekki heyrt neitt annað en gleði og meiri gleði,“ segir Bræðslustjórinn Áskell Heiðar Ásgeirsson um nýliðna helgi. Aukin löggæsla var á vegum í kringum Borgarfjörð og Egilsstaði um helgina, sem og á Bræðslusvæðinu sjálfu. 

Lesa meira

Grunur um að tveimur konum hafi verið byrluð ólyfjan

Lögreglan á Austurlandi hefur til skoðunar tvö mál frá þeirri helgi sem Eistnaflug var haldið í Neskaupstað þar sem grunur er um að konum hafi verið byrluð ólyfjan. Yfirlögregluþjónn segir málin alvarleg en erfið í rannsókn.

Lesa meira

Jarðgöng og húsnæðismál efst á forgangslistanum

Aðalheiður Borgþórsdóttir var í gær ráðin nýr bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar. Aðalheiður þekkir vel hjá bænum þar sem hún var ferða- og menningarfulltrúi í 17 ár. Hún segist hlakka til við að vinna að eflingu staðarins.

Lesa meira

Leitað að brennuvargi í Neskaupstað

Lögreglan á Austurlandi leitar að upplýsingum um íkveikju á gömlu leikskólalóðinni í Neskaupstað í fyrrakvöld. Mynd af verknaðinum hefur gengið á samfélagsmiðlum en af henni er ekki hægt að greina hver var að verki.

Lesa meira

Fyrst á dagskránni að kynnast samfélaginu

Þór Steinarsson, nýr sveitarstjóri á Vopnafirði, hóf störf hjá sveitarfélaginu í dag. Hann hlakkar til að kynnast staðnum og fólkinu sem þar býr og líst vel á sig í nýju umhverfi.

Lesa meira

„Þetta er eins og heimilisiðnaður“

„Við erum búnar að loka dæminu og nú er bara verið að huga að uppstillingu fyrir helgina,“ segir Guðrún Smáradóttir, en hún sér um skipulagningu fjölskylduhátíðarinnar Neistaflugs ásamt dætrum sínum Eyrúnu Björgu og Maríu Bóel Guðmundsdætrum.

Lesa meira

Hert umferðareftirlit um helgina

Lögreglan á Austurlandi verður sýnileg á vegum umdæmisins um helgina. Von er á mikilli umferð þar sem tvær stórar hátíðir fara fram, annars vegar Bræðslan á Borgarfirði og hins vegar Franskir dagar á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Jarðir á Héraði í erlendri eigu

Tveir Danir, sem auðgast hafa á matvælaframleiðslu, eiga saman þrjár jarðir á Jökuldal og í Jökulsárhlíð. Eyðibýli í Jökuldalsheið hefur bæst í safn Jim Ratcliffe. Svissneskur bankamaður keypti nýverið jörð í Fljótsdal, samkvæmt samantekt sem vikublaðið Austurglugginn birtir í dag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.