Ríkisútvarpið ætlar að leggja aukna áherslu á svokallaða
„vj-fréttamenn“ það eru fréttamenn sem geta bæði myndað og sagt
fréttir. Hlutur frétta af landsbyggðinni í landsfréttum á síst að
minnka þótt svæðisbundnar útsendingar leggist af.
Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi telur heilborun með risabor úr Kárahnjúkum raunhæfan kost til að vinna þau göng
sem vantar í fjórðungnum
Að fara yfir fjall eða undir
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps er með 160 kindur í sinni vörslu sem
teknar voru á sauðfjárbýlinu Stórhóli í gærkvöldi. Húsakostur á staðnum
var ekki talinn ráða við allar þær kindur sem þar voru.
Átta starfsmenn félags- og heimaþjónustu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar
í Neskaupstað hafa sent bæjarráði Fjarðbyggðar mótmælabréf vegna
starfsloka Sigríðar Stefánsdóttir, félagsmálastýru.
Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið – Austurlandi
Stofnuð 29. júní 2002 í Mjóafirði.
Markmið samtakanna er að gera Mið – Austurland að einu atvinnu og þjónustusvæði, rjúfa vetrareinangrun og stytta vegalengdir með jarðgöngum milli byggðarlaga á Mið – Austurlandi.
Forsenda þess að byggja upp raunverulegt atvinnu og þjónustusvæði á Mið –Austurland með 6000 – 7000 íbúum, er að bæta samgöngur og stytta vegalengdir með jarðgöngum milli:
Jarðgöng stytta vegalengdir milli ofangreindra byggðarlaga verulega.
Dæmi um styttingar:
Byggðarlög
með göngum
er í dag
Neskaupstaður – Seyðisfjörður
26 km
100 km
Eskifjörður – Seyðisfjörður
25 km
72 km
Reyðarfjörður – Seyðisfjörður
38 km
61 km
Mjóifjörður – Seyðisfjörður
10 km
62 km
Neskaupstaður – Eskifjörður
21 km
22 km
Neskaupstaður – Egilsstaðir
43 km
71 km
Mjóifjörður – Egilsstaðir
34 km
42 km
Egilsstaðir – Seyðisfjörður
34 km
27 km
Vegalengd milli Seyðisfjarðar og Egilsstaðar lengist lítillega með göngum, en á móti kemur að ekið er um veg í u.þ.b 200 – 300m hæð, í stað rúmlega 630 m hæð eins og nú er gert þegar ekið er yfir Fjarðarheiði.
Hið sama er að segja um leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Í dag er þessi leið í 630m hæð, en færi mest í 230m hæð.
Fyrirhuguðum mómælum vegna niðurskurðar Ríkisútvarpsins á Austurlandi, sem vera áttu við starfsstöð RÚVAust á Egilsstöðum kl. 14:00, hefur verið seinkað til 16:00 vegna landsleiks Íslendinga og Frakka í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik. Tímasetningu fjölda viðburða víða um land hefur verið hnikað til vegna leiksins.
Lögregla, ásamt fleiri aðilum að beiðni Matvælastofnunnar, tók kindur
úr vörslu ábúenda á sauðfjárbúinu Stórhóli í Álftafirði í gær. Ábúendur
hafa fjögurra sólarhringa andmælafrest. Þeir voru í lok seinasta árs
sektaðir fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald.
Hópur Austfirðinga hefur boðað til mótmæla við starfsstöð
Ríkisútvarpsins á Austurlandi (RÚVAust) á laugardag. Hópurinn vill
mótmæla niðurskurði hjá stofnuninni en þremur starfsmönnum RÚVAust var
sagt upp í seinustu viku og útlit er fyrir að útsendingar
svæðisstöðvarinnar leggist af.