Fréttir
Ekki meiri ókunn jarðvegsmengun austanlands en annars staðar
Landsvæði á Austurlandi eru ekki mengaðri en aðrir staðir í landinu en þó er víða þar að finna hugsanlega mengaðan jarðveg sem Umhverfisstofnun (UST) var ekki kunnugt um. Sérstök leit að slíkum stöðum á landsvísu hefur staðið yfir frá síðasta hausti.