05. ágúst 2022
Vilja uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar með tilliti til eldsumbrota suðvestanlands
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við sveitarstjórn Múlaþings að óskað verði eftir viðræðum við innviðaráðuneyti um frekari uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar í ljósi endurtekinna jarðhræringa og eldsumbrota annars staðar.