Seyðisfjörður: Reyna að bæta samstarf minni- og meirihluta

Fulltrúar í bæjarráði Seyðisfjarðar vonast til að samstarf minni- og meirihluta standi til bóta. Oddviti meirihluta segir minnihlutann hafa reynt að gera allar aðgerðir meirihlutans ótrúverðugar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem er í minnihluta, segir eðlilegt að fólk láti skoðanir sínar í ljósi þegar það sé ósammála.

Lesa meira

Fyrsta REKO afhendingin á laugardag

Fyrsta afhendingin undir merkjum REKO á Austurlandi, þar sem bændur og smáframleiðendur matvæla og kaupendur eru tengdir saman, verður á Egilsstöðum á laugardag. Níu framleiðendur munu þar afhenda vörur sínar.

Lesa meira

Nýr eigandi að Hellisfirði

Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur gengið frá kaupum á jörðinni Hellisfirði í samnefndum firði, sem er sá næstu sunnan Norðfjarðar. Jacobi er frumkvöðull í markaðsmálum í heimalandi sínu.

Lesa meira

Sex sagt upp hjá Alcoa Fjarðaáli

Sex starfsmönnum var sagt upp hjá Alcoa Fjarðaáli í gær vegna hagræðingar. Óvissa á álmörkuðum hefur kallað á aðhaldsaðgerðir hjá álverinu á Reyðarfirði.

Lesa meira

Börn á Austurlandi fá tækifæri í Upptaktinum

„Upptakturinn er mjög vandað verkefni sem gefur þeim krökkum sem sýna áhuga og þrautseigju á sviði tónsköpunar tækifæri. Verkefnið hefur einungis verið fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu og því er mjög gleðilegt að geta loks boðið uppá þátttöku hér fyrir austan,” segir Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Lesa meira

„Sjálfur hef ég alltaf verið heillaður af húsinu og sögu þess"

„Við erum í raun að opna Vinnustofu Kjarvals aftur. Rými þar sem fyrirtæki og einstaklingar í öllum geirum geta komið saman og unnið á daginn og lyft sér upp á kvöldin, ekki ósvipað því sem Kjarval sjálfur gerði í árdaga,” segir Norðfirðingurinn Hálfdán Steinþórsson, eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GoMobile og einn þeirra sem hefur unnið að endurgerð vinnustofu listamannsins Jóhannesar S. Kjarvals í 400 fermetra húsnæði í Austurstræti.

Lesa meira

Sækja kolmunna meðan engin loðna finnst

Öll skip Eskju eru tilbúin til kolmunnaveiða og tvö þegar farin á miðin á hinu alþjóðlega Rockall svæði. Reynt er að nýta tímann til að veiða kolmunna á meðan engin loðna finnst.

Lesa meira

Snjallsímabann gengur í gildi á föstudag

Bann við almennri notkun nemenda á snjalltækjum í grunnskólum Fjarðabyggðar gengur í gildi á föstudag, 1. febrúar. Athugasemdir voru gerðir við ákvörðunina, bæði af nemendum og kennurum.

Lesa meira

Sextíu milljónum veitt úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

Rúmum sextíu milljónum var í gær veitt til 61 verkefnis úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem hefur það hlutverk að menningar- og nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.