Börnin vita oft meira um samskiptaforritin en foreldrarnir

Mikilvægt er að foreldrar eigi samtöl við börn sín um þær hættur sem felast í notkun samskiptaforrita og skapa öruggt umhverfi til að börnin geti leitað stuðnings ef þau lenda í ógöngum. Máli skiptir er að efla sjálfsöryggi ungmenna þannig þau geti sett í mörk í samskiptum sínum.

Lesa meira

Karlsstaðir auglýstir til sölu: Settum þetta út í kosmósið

Jörðin Karlsstaðir í Berufirði hefur verið auglýst til sölu. Þar hefur undanfarin ár verið byggð upp lífræn ræktun, ferðaþjónusta og menningarstarf undir merkjum Havarí. Ábúendur reikna alveg eins með að söluferlið geti tekið talsverðan tíma.

Lesa meira

Tryggvi Ólafsson látinn

Myndlistarmaðurinn Tryggvi Ólafsson frá Norðfirði lést í gær eftir erfið veikindi. Tryggvi var í hópi þekktustu og virtustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.

Lesa meira

Desember einn sá hlýjasti í sögunni

Nýliðinn desembermánuður er einn sá hlýjasti sem mælst hefur á austfirskum veðurstöðvum. Mánuðurinn var um þremur gráðum hlýrri en gengur og gerist.

Lesa meira

Framtíð landsbyggðarinnar byggir á fjölbreyttum atvinnumöguleikum

„Ég er mjög ánægður með þetta, en ég er þeirrar skoðunar að framtíð landsbyggðarinnar sé undir því komin að atvinnulífið sé fjölbreytt og þetta styður svo sannarlega við það,” segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en Minjastofnun Íslands hlaut á dögunum 21 milljón króna styrk vegna fjarvinnslustöðvar á Djúpavogi.

Lesa meira

„Landvarðastarfið er bæði skemmtilegt og gefandi”

„Störf innan náttúruverndar munu færast í aukana hér á Austurlandi líkt og þróun hefur sýnt annarsstaðar á landinu og ég get ekki annað en hvatt áhugasama til þess að kynna sér þetta,” segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri hjá Fjarðabyggð um landvarðanámskeið sem Umhverfisstofnun stendur fyrir í febrúar.

Lesa meira

„Tvö stöðugildi nægja ekki”

Aðeins tveir sálfræðingar eru starfandi hjá Skólaskrifstofu Austurlands en hún á að sinna greiningum og ráðgjöf við alla leik- og grunnskólum á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs. Forstöðumaður segist þó bjartsýnn á úrlausn mála.

Lesa meira

Vefurinn uppfyllir öll skilyrði sem nútíma síður þurfa að gera

„Vefurinn hefur margþættan tilgang. Hann er upplýsingagátt sveitarfélags og grunnskóla, samansafn sagna og myndefnis og auðvitað góður vettvangur fyrir ferðamenn að afla upplýsinga um svæðið og þá þjónustu sem er hér í boði,” segir Hafþór Snjólfur, margmiðlunarhönnuður sem hefur haft veg og vanda af uppfærslu upplýsingavefs fyrir Borgarfjörð eystri.

Lesa meira

SÚN úthlutaði styrkjum að andvirði 44 milljóna króna árið 2018

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) úthlutaði 19 styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins í árslok, alls 15 milljónum. Um var að ræða seinni úthlutun ársins en í maí 2018 var rúmega 19 milljónum úthlutað úr sjóðnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.