Megnið af laxinum á breskan markað

Fyrstu löxunum frá eldi Laxa í Reyðarfirði var slátrað á Djúpavogi í lok nóvember. Mikil uppbygging hefur orðið hjá fyrirtækinu á skömmum tíma.

Lesa meira

Rúmar 27 milljónir veittar í styrkúthlutun Fjarðaáls

Formleg úthlutun samfélagsstyrkja Alcoa Fjarðaáls fór fram Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði síðastliðinn mánudag en samtals var úthlutað styrkjum sem nema 27,5 milljónum króna.

Lesa meira

Mikil spurn eftir íbúðarhúsnæði

Byggingafyrirtækið Og Synir/Ofurtólið ehf hefur að undanförnu unnið að hugmyndum um byggingu íbúðarhúsa á Reyðarfirði og Eskifirði. Framkvæmdastjórinn segir töluverða spurn eftir fasteignum á svæðinu og áhuginn sé enn meiri en framkvæmdaáætlanir gefa til kynna.

Lesa meira

Að allir standi saman um samgöngubætur og láti af hrepparíg

Miðstjórn Ungs Austurlands hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með rýran hlut Austurlands í samgönguáætlun og að þær samgöngubætur sem Austfirðingum hefur verið lofað færist enn á ný aftar á lista forgangsverkefna. Nauðsynlegt sé að tryggja öruggar samgöngur um fjórðunginn allann, allt árið.

Lesa meira

Matthildur nýr rekstrarstjóri í Valaskjálf

Matthildur Stefanía Þórsdóttir hefur verið ráðin sem nýr rekstrarstjóri Valaskjálf á Egilsstöðum. Hún hefur víðtæka reynslu af viðburða- og ferðaþjónustu bæði hér heima og erlendis.

Lesa meira

„Við hlökkum til að heyra sögurnar ykkar“

Alexandra Ýr Ingvarsdóttir, nemi við Verkmenntaskóla Austurlands og Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar, kalla um þessar mundir eftir minningum samfélagsins úr Oddsskarðsgöngunum.

Lesa meira

„Það getur skipt miklu máli að hafa nákvæma ungbarnavog“

Fulltrúar frá Marel færðu fæðingardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað fullkomna ungbarnavog að gjöf á dögunum en fyrirtækið hefur á undanförnum árum gefið fæðingardeildum á landinu á þriðja tug slíkra voga sem leysa af hólmi eldri og ónákvæmari vogir.

Lesa meira

Bláa skipið gleypti dýpkunarskipið

„Það var dálítið mögnuð sjón að sjá bláa skipið, Rolldock Sun, bókstaflega gleypa dýpkunarskipið Galilei 2000 inn í sig,“ segir Gunnar Th. Gunnarsson á Reyðarfirði, en hann náði skemmtilegum myndum á Reyðarfirði í gær sem hann gaf Austurfrétt leyfi til að birta.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.