„Flugsamgöngur eiga í raun að vera okkar lestarkerfi“

Miðstjórn Ungs Austurlands hefur sent frá sér ályktun og fagnar því að stjórnvöld hafi sett fram tilögur til að gera innanlandsflug að aðgengilegri samgöngukosti. Samtökin telja að innanlandsflug ætti að flokka sem almeningssamgöngur og líta á hina „skosku leið“ sem skref í rétta átt til að jafna lífsgæði fólks úti á landi.

Lesa meira

„Segja má að barinn sé óopinbert sendiráð Íslendinga á Tenerife“

„Eigendur og starfsfólk hjólaleigunnar Bikes of the Bikes, í samráði við vini og kunningja hér á Tenerife, ákváðu að setja söfnunina af stað þegar fréttist að tryggingar bættu tjónið ekki,“ segir Hafþór Harðarson, fyrrverandi fararstjóri á Tenerife og einn þeirra sem vinnur nú að því að létta undir með eigendum „austfirska“ barsins Nostalgíu eftir að brotist var inn á hann í síðustu viku.

Lesa meira

Garnaveiki greind í Austfjarðahólfi

Garnaveiki hefur greinst í sauðfé frá Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þetta er í fyrsta skipti sem garnaveiki greinist á svæðinu í rúm 30 ár. Allt fé í hólfinu verður bólusett.

Lesa meira

Nýir eigendur teknir við Klif hostel

Félag í eigu Esterar S. Sigurðardóttur og Ólafs Áka Ragnarssonar hefur keypt farfuglaheimilið Klif á Djúpavogi. Það er til húsa í gamla pósthúsinu á staðnum.

Lesa meira

Mótmæla niðurfellingum af vegaskrá

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur á síðustu fundum sínum bókað mótmæli gegn fyrirhuguðum niðurfellingum heimreiða í dreifbýli sveitarfélagsins af vegaskrá.

Lesa meira

Farþegar skelkaðir eftir ókyrrð yfir Egilsstöðum

Farþegum sem voru um borð í flugvél Air Iceland Connect sem snúið var frá Egilsstaðaflugvelli rétt fyrir lendingu var boðin áfallahjálp þegar þeir komu aftur til Reykjavíkur. Óvænt og mikil ókyrrð varð til þess að hætt var við lendingu.

Lesa meira

Lögregluþjónar í hættu við að stilla til friðar

Lögregluþjónar, sem kallaðir voru út um síðustu helgi vegna átaka í sumarbústaðahverfinu að Einarsstöðum á Héraði, lentu í kröppum dansi þegar hluti hópsins beindi spjótum sínum. Yfirlögregluþjónn segir atvikið tekið alvarlega.

Lesa meira

„Aukin meðvitund er fyrsta skrefið að breytingum“

Gestir á lokahófi verkefnisins „Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi“ voru hvattir til þess að skrifa miða með hugmyndum að því hvernig hægt væri að gera heiminn betri í daglegu lífi í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

„Fólk var bara hrært yfir þessu“

Nýstofnuð Sinfóníuhljómsveit Austurlands hélt sína fyrstu tónleika 1. desember. Húsfyllir var á tónleikunum, sem haldnir voru í Menningarmiðstöð Austurlands á Eskifirði, þar sem brot úr nokkrum frægustu sinfóníuverkum heims voru leikin.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.